Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. febrúar. 2015 11:05

Vænsta loðna veiðist nú eystra

Lundey NS, uppsjávarveiðiskip HB Granda, er nú að veiðum ásamt fjölda annarra loðnuskipa við Jökulsárlón. Loðnan virðist því hafa skilað sér upp á grunninn suðaustur af landinu og ganga  því væntanlega hafin vestur með suðurströndinni.

 

,,Maður verður að vona það besta. Loðnan er a.m.k. farin að skila sér upp á grunninn fyrir austan eða á þá staði sem við væntum hennar mun fyrr. Miðað við aflabrögðin við Stokksnes og suður af Hornafirði síðustu dagana er freistandi að ætla að loðnuvertíðin sé hafin fyrir alvöru. Það er margt, sem komið hefur okkur á óvart í vetur, og það á ekki síst við um stærðina á loðnunni fyrir austan. Það munar ekki miklu að hún sé að jafnaði helmingi stærri en sú sem veiddist fyrir norðan landið,“ sagði Arnþór Hjörleifsson, skipstjóri á Lundey NS, í samtali við vef HB Granda um hádegisbilið í gær. Þetta er önnur veiðiferð Lundeyjar á grunnslóðina við Suð-Austurland. Skipverjar fengu ágætan afla þar sl. mánudag eða um 1.000 til 1.100 tonn sem fóru til frystingar á Vopnafirði.

 

Loðnan telst óvenju stór og góð á grunnslóðinni fyrir austan. Haft er eftir Arnþóri að í síðustu talningu hafi 36-38 stykki verið í kílóinu. Hrognafyllingin er sömuleiðis á uppleið. Hún mun nú vera milli 14-16%. Hrognataka hefst ekki fyrr en talan nær 20% og hrogn orðin nógu þroskuð.

 

Hér fyrir neðan má sjá frétt Sjónvarps Skessuhorns um það þegar fyrsta loðna vertíðarinnar kom til Akraness fyrir tveimur vikum. Það var Lundey sem færði þann afla að landi á Skipaskaga og þarna er rætt við Arnþór Hjörleifsson skipstjóra.

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is