26. janúar. 2005 05:45
Skessuhorn ehf auglýsir laust til umsóknar blandað starf við efnisöflun; skrif og auglýsingasölu. Framundan er verkefni við útgáfu Ferðablaðsins Vesturland 2005 auk annarra verkefna við útgáfuþjónustu. Til greina kemur hlutastarf, þó ekki minna en hálft starfshlutfall. Skilyrði er að viðkomandi hafi góða íslenskukunnáttu, sérstaklega færni í rituðu máli og staðgóða tölvukunnátta. Sveigjanleiki, jákvætt viðmót og hæfni í mannlegum samskiptum eru allt kostir sem prýða þurfa viðkomandi. Umsóknum, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, skal skila á tölvupósti á netfangið: skessuhorn@skessuhorn.is fyrir 1. febrúar nk. Nánari upplýsingar gefur Magnús í síma 894-8998.
Skessuhorn ehf.