Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. febrúar. 2015 04:00

Safnað fyrir stafrænum lesara í röntgentæki í Búðardal

Sjúkraflutningamenn í Búðardal með aðstoð Lionsklúbbsins í Búðardal og Búðardalsdeildar Rauða kross Íslands hyggjast safna fyrir stafrænum lesara fyrir röntgentæki á heilsugæslustöðina í Búðardal. Tækið kostar um 2,4 milljónir króna fyrir utan virðisaukaskatt. Í sjóði frá fyrri söfnun eru rúmar 700.000 krónur og Lionsklúbburinn hefur lagt 300.000 í söfnunina þannig að lagt er upp með á aðra milljón króna. Nú er leitað til fyrirtækja, stofnana, félaga og einstaklinga með ósk um styrki til kaupa á tækinu. Söfnunarreikningur fyrir tækinu er: 312-13-110023. Kt: 530586-2359.

Sjúkraflutningamenn í Búðardal stóðu fyrir fjársöfnun fyrir hjartahnoðtækinu Lucas í sjúkrabifreið í Búðardal á síðasta ári. Með góðri aðkomu félagasamtaka og einkaaðila tókst að safna fyrir tækinu sem nú þegar hefur sannað gagnsemi sína. Nú hafa sjúkraflutningamennirnir haft frumkvæði að annarri söfnun. Á heilsugæslustöðinni í Búðardal er röntgentæki síðan 1997 sem hefur reynst vel og er í góðu lagi. Með því að fá við það stafrænan lesara fást stafrænar myndir í stað mynda á röntgenfilmur. Stafrænn búnaður er nú þegar kominn á flesta staði þar sem teknar eru röntgenmyndir enda hefur hann umtalsverða kosti. Myndrannsóknin er tilbúin á skömmum tíma og auðvelt að senda rafrænt til röntgenlæknis eða sérfræðings. Í Búðardal eru röntgenmyndir fyrst og fremst teknar í bráðatilfellum eins og til að útiloka eða staðfesta beinbrot þegar slys verða. Til þess að tryggja að slíkt verði áfram hægt og ekki þurfi að senda öll slík tilfelli um langan veg er mikilvægt að koma upp þeim búnaði sem hér um ræðir, segir í tilkynningu vegna söfnunarinnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is