22. febrúar. 2015 01:47
Faxi RE fékk 1600 tonna kast á loðnumiðunum í Meðallandsbugtinni í gær. Nótinni var einungis kastað einu sinni og dugði aflinn til að fylla á lestarnar, um 1550 tonn, en afganginum var dælt yfir í Ásgrím Halldórsson SF-250. Faxi var nýkominn á miðin eftir siglingu frá Vopnafirði og var stoppið á miðunum einungis fjórar klukkkustundir. Siglt var með aflann til Akraness þar sem löndun stendur yfir. Loðna þessi fer öll til bræðslu. Skipinu verður siglt í kvöld áleiðis á miðin suður af landinu.