Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
23. febrúar. 2015 08:01

Viðsnúningur varð í rekstri Knattspyrnufélags ÍA á síðasta ári

Aðalfundur Knattspyrnufélags ÍA var haldinn í síðustu viku í hátíðarsalnum að Jaðarsbökkum. Góð mæting var á fundinn og umræður fjörugar. „Starf félagsins var blómlegt á síðasta ári. Meistaraflokkur karla vann sér aftur sæti í efstu deild, meistaraflokkur kvenna féll úr efstu deild en þær eru staðráðnar í að vinna sig aftur upp á þessu ári. Þrír Íslandsmeistaratitlar og einn bikarmeistaratitill komu í hús í yngri flokkunum.  3. flokkur karla b-lið, 4. flokkur kvenna b-lið og 5. flokkur karla d-lið urðu öll Íslandsmeistarar og 2. flokkur kvenna varð bikarmeistari með sameiginlegu liði Þróttar í Reykjavík,“ segir Haraldur Ingólfsson framkvæmdastjóri. Hann segir að mjög margt fróðlegt hafi verið í gangi í félaginu á síðasta ári og mörg spennandi verkefni framundan. Lesa má nánar um það í ársskýrslu sem aðgengileg er á heimasíðu KFÍA.

Magnús Guðmundsson formaður félagsins setti aðalfundinn og byrjaði á að minnast Helga Daníelssonar, heiðursfélaga KFÍA, sem lést á síðasta ári. Magnús fór síðan yfir skýrslu stjórnar.  Haraldur Ingólfsson framkvæmdastjóri fór yfir ársreikning félagsins 2014 og áætlun fyrir yfirstandandi ár.  Eftir að kosið hafði verið í stjórnir og ráð, kynnti Sævar Freyr Þráinsson varaformaður stefnumótunarvinnu sem staðið hefur yfir allt síðasta ár. Gunnlaugur Jónsson, þjálfari meistaraflokks karla, fór yfir stöðu liðsins. Fór hann yfir hvernig æfingar hafa gengið og og hvaða leikmenn hafa farið og hverjir komið á síðustu mánuðum. Loks lýsti hann yfir ánægju sinni með að fá Guðmund Hreiðarsson sem markmannsþjálfara félagsins og Viðar Halldórsson íþróttafélagsfræðing til starfa í kringum starf meistaraflokks og félagsins í heild. Viðar var síðan sjálfur með áhugaverða kynningu á aðkomu sinni að félaginu. Hann fór ítarlega yfir þá sýn sem hann hefur í sínu starfi og hvernig aðkoma hans yrði að starfinu hjá meistaraflokkum og yngri flokkum KFÍA við að vinna með hugarfar leikmanna og aðstoða á því sviði.

 

Rekstrarhagnaður KFÍA á síðasta ári var 400 þúsund krónur og því mikill viðsnúningur eftir 18 milljóna króna tap árið 2013. Heildarvelta félagsins var 147 milljónir samanborið við 191 milljón árið áður.  Áætlað er að velta félagsins árið 2015 verði um 160 milljónir.

 

 

 

Breytingar í stjórnum

Magnús Guðmundsson var endurkjörinn formaður félagsins. Með honum í aðalstjórn voru kosnir Sævar Freyr Þráinsson, Bjarnheiður Hallsdóttir, Berglind Þráinsdóttir, Ólafur Ingi Guðmundsson og Örn Gunnarsson. Til vara voru kosin Dýrfinna Torfadóttir og Viktor Elvar Viktorsson. Formaður Uppeldissviðs var kosinn Lárus Ársælsson og með honum Arnbjörg Stefánsdóttir, Jóhannes Hjálmar Smárason, Rannveig Lydia Benediktsdóttir og Rannveig Guðjónsdóttir. Til vara Guðmundur Páll Jónsson og Kristrún Marteinsdóttir. Í kjörnefnd voru kosin Gísli Gíslason, Jóhanna Hallsdóttir og Magnús Daníel Brandsson. Í fagráð voru kosin Sturlaugur Sturlaugsson, Hrefna Ákadóttir og Karl Þórðarson.

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is