Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
23. febrúar. 2015 09:01

Umhverfisvaktin við Hvalfjörð samþykkir ályktanir um umhverfismál

Aðalfundur Umhverfisvaktarinnar við Hvalfjörð var haldinn að Ásgarði í Kjós föstudaginn 13. febrúar síðastliðinn. Á fundinum voru samþykktar nokkrar ályktanir. Meðal annars er snertir gerð svæðisskipulags fyrir Reykjavík til ársins 2040 en þar segir: „Hreint loft, ómeðhöndlað drykkjarvatn, nálægð við fjölbreytt útivistarsvæði og náttúrulegt umhverfi eru undirstaða að lífsgæðum á höfuðborgarsvæðinu og marka sérstöðu svæðisins umfram önnur borgarsvæði.“ Aðalfundurinn ályktar að Reykjavíkurborg standi fyrir gríðarlegri uppbyggingu á mengandi iðnaði á Grundartanga í Hvalfirði í gegnum meirihluta eignarhald á sameignarfélaginu Faxaflóahöfnum. „Aðalfundurinn hvetur forsvarsmenn Reykjavíkurborgar til að stefna fyrrnefndum lífsgæðum ekki í frekari hættu með áframhaldandi uppbyggingu mengandi iðnaðar, sem nú þegar er farinn að hafa verulega neikvæð áhrif á náttúru og lífríki.“

 

 

Þá skorar Umhverfisvaktin við Hvalfjörð á umhverfisráðherra að hefja nú þegar undirbúning þess að flytja ábyrgð á umhverfisvöktun vegna mengunar frá iðjuverunum á Grundartanga frá forsvarsmönnum iðjuveranna til óháðrar, til þess bærrar stofnunar.

Umhverfisvaktin vísaði til þess að nú þegar eru þrjú stór álver starfandi á Íslandi auk þess sem vænta má eldgosa sem hafa í för með sér verulega flúormengun. „Fundurinn skorar á Matvælastofnun að hefja þegar grunnrannsóknir á þoli íslensks búfjár gagnvart flúori í fóðri og áhrifum langtíma flúorálags á heilsu íslensks búfjár.“ Loks, „af gefnu tilefni,“ segir í síðustu ályktun fundarins: „Skorar aðalfundur Umhverfisvaktarinnar við Hvalfjörð á Matvælastofnun að fylgjast vel með útigangshrossum við Hvalfjörð sem og annars staðar á landinu.“

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is