Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
23. febrúar. 2015 09:40

Viðamikil rannsókn áður en framkvæmdaleyfi verður veitt fyrir nýrri hausaþurrkun

HB Grandi hefur eins og kunnugt er óskað eftir að fá að stækka húsnæði sitt fyrir hausaþurrkun Laugafisks á Akranesi og flytja alla starfsemina á einn stað, nær höfninni. Hluti íbúa á Neðri Skaga hefur óskað eftir því að varnir gegn lyktarmengun verði eins góðar og kostur er og þá hafa aðrir lýst beinni andstöðu við að Laugafiski verði leyft að starfa áfram nálægt íbúðabyggð. Meginhluti starfsemi Laugafisks er nú á Breiðinni. Í tengslum við umsókn HB Granda hafa forsvarsmenn fyrirtæksisins óskað eftir deiliskipulagsbreytingu. Skipulags- og umhverfisráð Akraneskaupstaðar samþykkti á fundi sínum í vikunni sem leið að fá ráðgjafa hjá fyrirtækinu VSÓ til að taka út þann búnað sem HB Grandi hyggst nota í nýrri verksmiðju og bera saman við þann besta mögulega búnað sem til er á þessu sviði, til að koma megi í veg fyrir lyktarmengun þannig að verksmiðjan verði í sátt við nærumhverfi sitt.

 

 

 

Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri segir að í þessari bókun skipulags- og umhverfissviðs felist að leggja skuli mat á mengunarvarnir sem HB Grandi notar til að draga megi úr lyktarmengun frá Laugafiski eins og hún er í dag. Þá verði kannað hvort mengunarvarnir fyrir stækkaða verksmiðju séu í samræmi við bestu fáanlegu tækni. „Það verður gerð úttekt á verksmiðjunni og þekktar lyktaruppsprettur skoðaðar, svo sem frá hráefni, búnaði, útblæstri, frárennsli og afurðum. Við munum einnig láta skoða verkferla og viðbrögð við frávikum/kvörtunum og það verður leitað til ýmissa sérfræðinga á þessu sviði varðandi mismundi aðferðir til að draga úr lyktarmengun. Þegar þessari athugun verður lokið munum við taka ákvörðun um næstu skref varðandi beiðni HB Granda um stækkun á verksmiðjunni á Akranesi,“ segir Regína. Hún segir einnig í undirbúningi að fyrirtækið haldi almennan íbúafund á Akranesi um fyrirhugaða stækkun Laugafisks.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is