Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. febrúar. 2015 06:01

Morphé er sýning Loga Bjarnasonar í Safnahúsinu

Logi Bjarnason er ungur myndlistarmaður úr Borgarnesi. Hann opnar næstkomandi laugardag sýningu í Hallsteinssal í Safnahúsi Borgarfjarðar. Nú heimsækir Logi sína heimabyggð sem listamaður með fjölþætta menntun og reynslu. „Logi sýnir nýstárleg verk, leikur sér að hlutbundnu og óhlutbundnu þar sem mörkin á milli málverka og skúlptúrs eru óljós. Hann kristallar áhuga sinn á málverkinu með því að rannsaka mörkin á milli listmiðla sem liggja oft þvert yfir hvorn annan. Hann sækir efnistök í minningar sem oftar en ekki liggja á milli svefns og vöku. Þetta er tímamótasýning sem vekur áhorfandann til vitundar um nýja tíma listsköpunar,“ segir í kynningu frá Safnahúsinu. Sýningin verður opin til 13. apríl en formleg opnun er klukkan 13.00 á laugardaginn.  

Í tilefni af opnuninni ætla Vitbrigði Vesturlands að halda Kaffistopp á Landnámssetrinu klukkan 15:00. Eru meðlimir samtakanna og aðrir boðnir velkomnir í spjall um menningu á Vesturlandi.

 

 

Logi stundaði nám við Myndlistarskólann í Reykjavík, tók þar á eftir BA próf við Listaháskóla Íslands og lauk síðan MA prófi frá Städelschule í Frankfurt í Þýskalandi. Logi hefur tekið þátt í mörgum sýningum bæði hérlendis og erlendis. Að svo stöddu á hann verk á sýningunni „Nýmálað 1“ í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi. Logi hefur hlotið ýmsar viðurkenningar fyrir list sína, t.d styrk úr sjóði Guðmundu Andrésdóttur, listamannalaun 2015 og hefur nýverið verið með vinnustofur, aðra í París en hina í Berlín.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is