Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
23. febrúar. 2015 03:47

Fimmtungur styrkja Framkvæmdasjóðs rennur til Vesturlands

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða hefur úthlutað styrkjum fyrir árið 2015. Eru þeir að verðmæti 175,7 milljóna króna og skiptast á milli 50 verkefna. Þar af hljóta níu verkefni á Vesturlandi styrki að upphæð rúmar 34 milljónir kr. Það jafngildir tæplega 19,4% af heildarúthlutun sjóðsins að þessu sinni. Tveir hæstu styrkirnir nema tólf milljónum króna hvor. Annar þeirra rennur til Akraneskaupstaðar vegna framkvæmda við svæðið á Breið. Þá fær Snæfellsbær styrk að upphæð tíu milljónir króna vegna aðgengis við Bjarnarfoss í Staðarsveit.

 

Þeir styrkir sem renna til framkvæmda á Vesturlandi eru:

 

 

Akraneskaupstaður - Breiðin á Akranesi

12 milljónir kr. vegna yfirborðsfrágangs göngustíga, göngusvæða og búnaðar á lóð. Markmið styrkveitingar er að bæta aðgengi ferðamanna og styðja við uppbyggingu í kringum menningarminjar bæjarins.

 

Snæfellsbær - Bjarnarfoss í Staðarsveit, aðgengi fyrir alla, allt árið

10 milljónir kr. til að gera bílastæði, göngubrú, áningarstað og skilti. Markmið styrkveitingar er að vernda viðkvæma náttúru og auka aðgengi ferðamanna að fossinum.

 

Borgarbyggð - Nýtt bílastæði við Grábrók og salernisaðstaða

4,9 milljónir kr. til að færa bílastæði út fyrir mörk friðlýsts svæðis og að Hreðavatnsskála og bæta grunnþjónustu með því að opna nýja salernisaðstöðu. Markmið styrkveitingar er að bæta grunnþjónustu.

 

Dalabyggð - Strandstígur í Búðardal

2,9 milljónir kr. til að ljúka framkvæmdum við einn áfangastaðanna við Strandstíg í Búðardal. Markmið styrksins er að bæta öryggi og aðgengi ferðamanna og auka upplifun þeirra m.a. með bættri aðstöðu til fuglaskoðunar.

 

Ólafsdalsfélagið - Endurreisn Ólafsdals í Gilsfirði: 2. áfangi

1,5 milljón kr. til hönnunar og framkvæmda við fræðslustíg og aðrar gönguleiðir. Markmið styrkveitingar er að styrkja svæðið sem viðkomustað ferðamanna og auka aðgengi og ánægju ferðamanna.

 

Hvalfjarðarsveit - Glymur í Botnsdal

830 þús. kr. til að endurbæta og viðhalda gönguleið upp að Glym. Markmið með styrkveitingu er að bæta aðgengi að fossinum og auka öryggi ferðamanna með viðhaldi og endurbótum á stígum og bættum merkingum.

 

Snæfellsbær - Rauðfeldargjá, Skipulag, hönnun, teikningar og leyfi

800 þús. kr. til skipulags og hönnunar á bílastæðum og stígum. Markmið styrkveitingar er að bæta aðgengi ferðamanna og dreifa álagi.

 

Saga jarðvangur project Borgarfirði - Viðbótarframlag í Rammaskipulag fyrir Sögu Jarðvang

635 þús. kr. til að ljúka vinnu við rammaskipulag fyrir Sögu Jarðvang með heildstæðu neti göngu- og reiðleiða auk kortlagningar jarð- og söguminja. Markmið styrkveitingar er að stuðla að heildstæðri og sjálfbærri uppbyggingu ferðamannastaða og -leiða á svæði jarðvangsins.

 

Snæfellsbær - Svöðufoss, Hönnun á göngustíg, bílastæði og áningarstað

500 þús. kr. til hönnunar áningarstaðar, göngustíga og bílastæðis. Markmið styrkveitingar er að vernda náttúru, auka aðgengi að fossinum og dreifa álagi á svæðinu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is