Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
24. febrúar. 2015 08:47

Loðnufrysting í startholunum á Akranesi

Faxi RE kom með loðnufarm til Akraness snemma í morgun. Þetta er fimmti farmurinn sem skip HB Granda koma með til bæjarins frá því Lundey NS kom með þann fyrsta 3. febrúar.

 

Hingað til hafa allir farmar sem borist hafa til Akraness farið í framleiðslu á fiskimjöli og -lýsi. Nú er frysting og hrognataka hins vegar við það að hefjast hjá HB Granda á Akranesi. Allt er klárt og hópur fólks þegar mættur til starfa í gömlu Heimaskagahúsunum á hafnarsvæðinu á Akranesi. Í morgun var verið að skoða hvort loðnan sem nú barst með Faxa væri með nógu þroskuðum hrognum til að hrognavinnsla gæti hafist.

 

Mjög góð loðnuveiði er nú við Suðurströndina. Skipin fylla sig fljótt. Gott dæmi um það er Faxi RE því þetta er í annað sinn á tveimur sólarhringum sem skipið landar fullfermi á Akranesi.

 

Hér fyrir neðan er frétt Sjónvarps Skessuhorns sem var gerð fyrr í mánuðinum þegar Lundey kom með fyrstu loðnuna:

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is