Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
24. febrúar. 2015 03:03

Loðnuhrognataka hafin á Akranesi

„Hrognataka hófst nú í morgun úr loðnufarmi sem barst þá með Faxa RE. Það hægir því eitthvað á lönduninni hérna. Við hér í fiskimjölsverksmiðjunni eru hins vegar að ljúka við að vinna úr farmi sem Faxi kom með á sunnudagsmorgun. Hann fór allur í framleiðslu á fiskimjöli og –lýsi. Nú í þessum farmi sem kom snemma á mánudagsmorgun voru hrognin hins vegar orðin nógu þroskuð,“ segir Guðmundur Hannesson verksmiðjustjóri fiskimölsverksmiðju HB Granda. Faxi fékk þennan afla við Vestmannaeyjar.

 

Þokkalegt veður var um helgina og í byrjun vikunnar. Góð loðnuveiði var við Vestmannaeyjar og annríki hjá áhöfnum skipa HB Granda. Nú síðdegis er Lundey á leið til löndunar á Vopnafirði, Ingunn við veiðar á miðunum og Faxi við löndun á Akranesi. Hoffell II sem HB Grandi leigir af Loðnuvinnslunni á Fáskrúðsfirði til veiða á vertíðinni lenti hins vegar í erfiðleikum í byrjun vikunnar þegar skipið fékk nótina í skrúfuna. Það var dregið inn til Vestmannaeyja.

 

Loðnugangan sem veitt er úr virðist fara mjög hratt vestur með suðurströndinni. Hún gæti jafnvel verið komin vestur fyrir Reykjanes og inn á Faxaflóa eftir nokkra daga. Ekki horfir vænlega til veiða seinni hluta vikunnar þar sem spáð er miklum stormi. Alls er enn óveiddur um 60% af loðnukvóta íslenska flotans. Búið er að veiða um 150 þúsund tonn af 390 þúsund tonna heildarkvóta. Mikil ótíð í vetur hefur sett strik í reikninginn við veiðarnar auk þess sem göngumynstur og útbreiðsla loðnunnar hefur verið óvenjuleg. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is