25. febrúar. 2015 08:01
Guðmundur Þorvaldsson verslunarmaður og síðast starfsmaður á bæjarskrifstofum Akraneskaupstaðar lést fyrir sex árum. Hann hefði orðið fimmtugur 31. janúar síðastliðinn ef hann hefði lifað. Í tilefni af þeim tímamótum afhenti ekkja Guðmundar, Ásdís Vala Óskarsdóttir, og synir þeirra Þorvaldur Arnar og Þorgils Ari, Akraneskirkju að gjöf glæsilega útsaumsmynd sem Guðmundur saumaði út sjálfur í tómstundum sínum. Sýnir myndin síðustu kvöldmáltíðina. Guðmundur var afkastamikill og vel metinn textíllistamaður, segir í frétt á heimasíðu Akraneskirkju. Þar þakkar kirkjan rausnarlega gjöf og þann hug sem henni fylgir. Það voru séra Eðvarðs Ingólfsson sóknarprestur og Þjóðbjörn Hannesson formaður sóknarnefndar sem veittu gjöfinni viðtöku.