Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. febrúar. 2015 01:01

Skólamáltíðir hlutfallslega ódýrar á Akranesi

Verðlagseftirlit ASÍ kannaði nýverið breytingar á gjaldskrá fyrir skóladagvistun ásamt hressingu og verði á hádegismat fyrir yngstu nemendur grunnskólanna hjá 15 fjölmennustu sveitarfélögum landsins, þar með talið Akraneskaupstað. Ellefu sveitarfélög af þeim fimmtán sem skoðuð voru hafa hækkað hjá sér gjaldskrár milli ára fyrir skóladagvistun með hressingu. Einungis eitt sveitarfélag hafði lækkað verð milli ára. Hæsta gjaldið er í Garðabæ, 24.976 krónur á mánuði, en lægst er það í Vestmannaeyjum, 14.165 kr./mán. Á Akranesi er gjaldið 20.055 kr. á mánuði eftir hækkunina, sem nam þremur prósentum á milli ára og er Akraneskaupstaður með sjöttu dýrustu gjaldskrána af þessum fimmtán. Mesta hækkun á gjaldskránni var á Seltjarnarnesi, eða um 26%. Ellefu sveitarfélög af þeim fimmtán sem skoðuð voru höfðu hækkað gjaldskrár fyrir hádegismat á milli ára. Mesta hækkunin er hjá Reykjanesbæ, þar sem gjald fyrir staka máltíð hækkaði um 17%. Mjög misjafnt er hvað foreldrar þurfa að greiða fyrir hádegisverðinn og munar allt að 39% á milli sveitarfélaganna. Hæst er gjaldið á Ísafirði, þar sem máltíðin kostar 450 krónur en lægsta gjaldið er í Reykjavík eða 324 krónur. Á Akranesi er skólamáltíðin næst ódýrust og kostar 325 krónur, sem er 4% hækkun frá því í fyrra.

 

 

Þegar skoðaður er heildarkostnaður fyrir skóladagvistun með hressingu og hádegismat í skólum landsins er lægsta verðið í Skagafirði, 21.777 krónur á mánuði, en dýrasta er 56% hærri, eða 33.964 krónur í Garðabæ. Hjá Akraneskaupstað er heildarkostnaðurinn 26.880 krónur á mánuði og nam hækkunin þremur prósentum á milli ára. Systkinaafsláttur er mjög misjafn eftir sveitarfélögum. Afsláttur fyrir annað barn er frá 25% upp í 75% og afsláttur fyrir þriðja barn frá 25% upp í 100%. Hjá Akraneskaupstað er veittur 50% afsláttur fyrir annað barn og 75% fyrir þriðja.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is