Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. febrúar. 2015 06:00

Björgin í slipp næstu sex vikur

Björgunarskipið Björg í Rifi er nú í slipp í Njarðvík þar sem viðgerð og endurbætur standa yfir. Að sögn Páls Stefánssonar skipstjóra var farið með skipið í síðustu viku og áætlað að viðgerð og endurbætur taki um sex vikur héðan í frá. Jón Svanberg Hjartarson, framkvæmdastjóri Slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir í samtali við Skessuhorn að vélar Bjargarinnar verði teknar upp og lagfærðar en þörf á því hafi legið fyrir í nokkur ár. Samhliða fara fram smærri viðgerðir, reglubundið viðhald og þá verður skipið heilmálað. Áætlanir gera ráð fyrir að kostnaður við viðgerðirnar muni nema um 13 milljónum króna. Stærstan hluta hans greiðir Björgunarbátasjóður Landsbjargar á grunni samkomulags félagsins og Innanríkisráðuneytisins um viðhald og endurbætur björgunarskipa. Þó mun Björgunarbátasjóður Snæfellsness bera einhvern óbeinan kostnað.

 

 

Forsvarsmenn Björgunarbátasjóðs Snæfellsness hafa óskað eftir því að athugað verði hvort unnt sé að gera Jón Oddgeir, hið aflagða skip Landsbjargar, haffært að nýju til þess að koma í stað Bjargar á meðan hún er í slipp. Sjómenn á Snæfellsnesi hafa af því áhyggjur að ekki sé öflugt björgunarskip til taks meðan Björgin er í viðgerð. Langt er í næstu björgunarskip, eða í Reykjavík, Hafnarfirði eða á Patreksfirði. Það er að sögn Jóns Svanbergs til skoðunar að Jón Oddgeir verði gerður sjóklár fyrir verkefnið, en hann segir ljóst að búnaðarskoðun þurfi að fara fram til að fullt haffærniskírteini fáist.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is