Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. febrúar. 2015 09:00

Uggur meðal smábátasjómanna vegna skyndilokana í Hvalfirði

Smábátasjómenn á Akranesi og Reykjavík hafa þungar áhyggjur af því að stjórnvöld grípi nú til langtíma veiðibanns með línu um vetrartímann í utanverðum Hvalfirði. „Aðkomulínubátar hafa komið inn á grunnin og firðina þegar það eru brælur og veiða þar á fullu á meðan stormarnir ganga yfir. Þetta hefur leitt til þess nú í þrígang að stjórnvöld hafa þrisvar sinnum beitt skyndilokunum í utanverðum Hvalfirði nú frá áramótum vegna þess að hlutfall smáfisks eða undirmáls er of hátt í aflanum hjá þessum bátum. Það er þá svæðið frá Hvalfjarðargöngum inn að Grundartanga eða þar um bil sem er lokað. Þarna hefur verið ýsa en nú undanfarið nánast alfarið þorskur. Þeir voru að fá allt að um 40% undirmálsþorsk í heildarafla á línuna þarna og máttu alveg vita að það yrði lokað á þetta,“ segir Guðmundur Elíasson. Hann gerir út línutrilluna Flugölduna og rær frá Akranesi.

 

Rætt er nánar við Guðmund um málið í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is