Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. febrúar. 2015 08:00

Óska eftir viðræðum um landfyllingu

Akraneskaupstaður hefur farið þess á leit við Faxaflóahafnir að hafnar verði viðræður um fyrirhugaða framkvæmd landfyllingar utan við aðalhafnargarðinn og í hinni gömlu Steinsvör á Breið á Akranesi. Lagt er upp með að í framhaldinu fari fram formlegar viðræður við HB Granda um aðkomu fyrirtækisins að þessu máli. Forsagan er sú að HB Grandi hefur farið fram á endurbætur á aðstöðu fyrir sjávarútvegsstarfsemi sem yrði á þessari nýju landfyllingu. Þannig gæti fyrirtækið fært sem mest af sinni starfsemi á Akranesi á einn stað. Skipulags- og umhverfisráð bæjarins hefur í umsögn sinni um þetta mál lagt áherslu á að Skarfavör á Breið verði ekki raskað í þessum framkvæmdum og að tryggt verði að þær hafi ekki neikvæð áhrif á Langasand. Beiðni Akranesbæjar um viðræður við Faxaflóahafnir um þessa framkvæmd er dagsett 12. febrúar og undirrituð af Regínu Ásvaldsdóttur bæjarstjóra fyrir hönd Akraneskaupstaðar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is