Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. febrúar. 2015 11:00

Góður rekstur og talsverðar framkvæmdir á HVE

Frá Heilbrigðisstofnun Vesturlands berast góðar fréttir um þessar mundir. Það er ekki aðeins að tækjabúnaður sé að batna, með tilkomu nýs tölvusneiðmyndatækis og unnið sé að endurbótum húsnæðis og aðstöðu stofnunarinnar vítt og breitt um starfssvæðið, heldur hefur tekist að halda uppi fullri þjónustu samhliða því að rekstrinum hefur verið haldið innan fjárheimilda. Þetta kom fram í spjalli sem Skessuhorn átti við Guðjón Brjánsson forstjóra Heilbrigðisstofnunar Vesturlands í liðinni viku. „Frá hruni hefur samdráttur numið um 27% hjá stofnuninni, fjórða hver króna horfið út úr rekstrinum. Með útsjónarsemi, stöðugri hagræðingu á öllum sviðum og elju starfsmanna hefur okkur tekist að halda í horfinu. HVE er líklega eina heilbrigðisstofnunin á landinu sem náð hefur að halda fjárlög hin síðari ár. Styrkur okkar er góð fagleg þjónusta og mjög ábyrg fjárhagsleg og rekstrarleg umsýsla.“

Guðjón segir það líka sérstakt fagnaðarefni í allri umræðunni um flótta lækna til útlanda að nú í vikunni var að byrja hjá HVE nýútskrifaður sérfræðingur í almennum skurðlækningum. Nýi liðsmaðurinn heitir Árni Þór Arnarson og er frá Borgarnesi. Hann var að flytja heim frá Svíþjóð og mun starfa við hlið Fritz Berndsen núverandi yfirlæknis.

 

Nánar er rætt við Guðjón Brjánsson um rekstur og framkvæmdir á HVE í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is