Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. febrúar. 2015 11:01

Mikill undirbúningur fyrir undanúrslit Gettu betur

Lið Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi mætir Fjölbrautaskólanum í Garðabæ í undanúrslitum Gettu betur miðvikudaginn 4. mars næstkomandi. Þetta er í fyrsta sinn í sögu skólans sem lið úr FVA kemst í undanúrslit og liggur því mikið við. Blaðamaður Skessuhorns leit inn í skólastofuna sem krakkarnir í liði FVA halda til í þessa dagana og forvitnaðist um undirbúninginn og stemninguna fyrir keppnina.

 

Mikill tími fer í lestur

 

Þau Anna Chukwunonso Eze, Elmar Gísli Gíslason og Jón Hjörvar Valgarðsson hafa komið sér vel fyrir í kennslustofu á annarri hæð skólans. Þar halda þau til nánast öllum stundum, lesa, skrifa staðreyndir á töflurnar, spila og horfa á gamla þætti af Gettu betur. Það krefst mikillar vinnu og undirbúnings að ná góðum árangri í keppni eins og Gettu betur. „Það er fáránlega mikill tími sem fer í að lesa. Við lesum mest á Wikipedia síðum og í raun allt það sem okkur finnst líklegt að gæti komið upp. Svo erum við líka búin að horfa á margar gamlar keppnir, í raun allt of margar,“ segja þau hress. Liðsmennirnir segjast mæta í skólastofuna góðu á morgnana og þar haldi þau til fram á kvöld, jafnvel fram á nótt.  

 

Rætt er við krakkana í Gettu betur liðinu í Skessuhorni vikunnar. Þar segja þau frá undirbúningnum, stemningunni, hjátrúnni sem fylgir þeim og fleira.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is