Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. febrúar. 2015 04:30

Vel látið af þjónustunni frá áhaldahúsinu

Síðasta haust setti sveitarfélagið Borgarbyggð á stofn áhaldahús en fram að því höfðu öll þjónustuverkefni verið boðin út til verktaka. Áhaldahúsið er í Brákarey þar sem aðstaða hefur verið fyrir vinnuskólann. Aðeins einn starfsmaður hefur verið í áhaldahúsinu í vetur, Ámundi Sigurðsson húsamiður sem hóf störf 15. október. „Planið var að ég myndi innrétta aðstöðuna hérna í vetur með öðrum verkum. Umhleypingarnar og erfitt tíðarfar hefur gert það að verkum að það hefur verið svo mikið að gera í snjómokstri og vetrarþjónustu að lítill tími hefur gefist í smíðina eins og þú sérð,“ sagði Ámundi þegar blaðamaður Skessuhorns kíkti til hans í áhaldahúsið fyrir helgina. Það var aðeins mokstur á götum í Borgarnesi sem boðinn var út til verktöku í vetur. Ámundi hefur séð um mokstur á gangstígum í Borgarnesi og einnig farið einstaka sinnum á Hvanneyri til þeirra verka. Auk þess hefur hann fært salt og efni til hálkuvarna á þéttbýlisstaðina í héraðinu. Sveitarfélagið keypti í haust fjölnota vél sem Ámundi segir að hafa reynst mjög vel. Á hana er settur fjölplógur sem gangstígarnir eru mokaðir með. Götusópur er líka tengdur við tækið, lyftaragafflar og sláttuvél þegar vorar. Ámundi segir að til dæmis hafi sýnt sig að götusópurinn sé að borga sig upp á einu ári. Einnig er möguleiki að kaupa og tengja við fjölnota vélina trjáklippur og gröfu.

 

Nánar er rætt við Ámunda í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is