Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. febrúar. 2015 06:01

Hnefaleikafólk af Skaganum stóð sig vel í Kópavogi

Skagamenn stóðu sig mjög vel á hnefaleikamóti sem haldið var í Kópavogi um helgina en þar voru Grænlendingar meðal þátttakenda. Gísli Kvaran kom sterkur til baka í hringinn eftir hálfs ár hlé og sigraði í mjög jöfnum leik á móti Muku Jessen frá Nuuk. Muku pressaði allan tímann en Gísli hélt ró sinni, notaði stunguna vel og svaraði þegar Muku kom nær. Leiknum lauk með 2:1 sigri Gísla. Marinó Elí notaði góða stungu, rétta fjarlægð og þung skrokkhögg til að stöðva Kristján TNT frá Æsir í annarri lotu. Skynsamlega boxað hjá Marinó og sigurinn aldrei í hættu. Margrét Ásgerður mætti Iki Jensen frá Nuuk í jöfnum leik þar sem Margrét hafði þó meiri stjórn á hlutunum. Samkvæmt lýsingum Þórðar Sævarssonar hjá Hnefaleikafélagi Akraness stakk Margrét vel, gabbaði og kom Iki úr jafnvægi þegar hún gerði sig líklega til að sækja. „Magga sótti líka vel með beinum höggum og skoraði vel. Engu að síður féll sigurinn hinu megin, 2:1 fyrir Iki. Þórður segir mikið framundan hjá HAK. Yngri keppendur félagsins verða á ferðinni 7. mars á krakkaboxmóti hér á Akranesi en eldri hópurinn heldur í víking til Danmerkur 14. mars og mæta þar sterkum andstæðingum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is