Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. febrúar. 2015 02:05

Menntun, saga og menning á Rótarýdeginum í Borgarnesi

Rótarýdagurinn verður haldinn hátíðlegur laugardaginn 28. febrúar næstkomandi. Í tilefni dagsins stendur Rótarýklúbbur Borgarness fyrir opnum fundi í Hjálmakletti klukkan 14:00. Yfirskrift fundarins er; „menntun - saga – menning.“ Þar mun Magnús B Jónsson á Hvanneyri, verðandi umdæmisstjóri íslenska rótarýumdæmisins, flytja erindið „Rótarý, heima og heiman.“ Vilhjálmur Egilsson rektor Háskólans á Bifröst mun flytja erindi um framtíð háskóla á Íslandi. Heiðar Lind Hansson sagnfræðingur fjallar um efni sem tengist sögu Borgarness og þá mun Theodóra Þorsteinsdóttir skólastjóri Tónlistarskóla Borgarfjarðar flytja menningartengt efni. Á fundinum verður einnig kynnt Lúkas, sjálfvirkt hjartahnoðtæki, sem Rótarýklúbburinn í Borganesi hefur safnað fyrir síðustu vikur. Tækið verður til taks í sjúkrabíl heilsugæslustöðvar HVE í Borgarnesi og verður afhent fulltrúum HVE í lok fundarins.

 

Sjá nánar spjall við Daníel í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is