27. febrúar. 2015 12:43
Að loknum þremur umferðum í Lengjubikarkeppni karla eru Skagamenn með fullt hús stiga, eða níu stig, og efstir í sínum riðli. Þeir fóru norður til Akureyrar í gær og mættu Þór í Boganum. ÍA sigraði í leiknum, 2:1. Garðar Gunnlaugsson skoraði um miðjan fyrri hálfleik og Arnar Már Guðjónsson bætti við marki í seinni hálfleiknum áður en Þórsarar minnkuðu muninn.
Næsti leikur Skagamanna í Lengjubikar verður í Akraneshöllinni laugardaginn 7. mars þegar Grindvíkingar koma í heimsókn.