Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. febrúar. 2015 12:46

Versnandi staða Vesturlandsliðanna í körfu

Bæði Vesturlandsliðin í Dominosdeild karla í körfubolta töpuðu leikjum sínum í gær. Skallagrímur lá fyrir Íslandsmeisturum KR í Frostaskjólinu 96:86 og Snæfell tapaði fyrir ÍR í Breiðholtinu 88:82. Þessi úrslit þýða að ÍR steig stórt skref í að bjarga sér frá falli úr deildinni en að sama skapi versnaði staða Skallagríms og Fjölnis, sem reyndar mætir Keflvíkingum í kvöld. Suðurnesjamenn geta með sigri sent Snæfell niður í 9. sæti og hrifsað til sín síðasta sætið sem gefur rétt í úrslitakeppni þegar fimm umferðir eru eftir af deildarkeppninni.

 

 

 

Skallagrímsmenn áttu engu að síður þokkalegan leik gegn KR en Vesturbæingarnir voru þó með öruggt forskot allan tímann. Þeir höfðu átta stiga forskot í hálfleik 41:33. Stigahæstir hjá Skallagrími voru Tracy Smith með 27 stig og 16 fráköst, Sigtryggur Arnar Björnsson með 21 stig og 8 stoðsendingar, Páll Axel Vilbergsson með 16 stig og Magnús Þór Gunnarsson 14.

 

ÍR-ingar voru líka með góð tök mest allan tímann í leiknum gegn Snæfelli. Fimm stigum munaði á liðunum í hálfleik 46:41 og einu sinni náðu Snæfellingar að minnka muninn í fjögur stig í seinni hálfleiknum. Stigahæstir í liði Snæfells voru Chris Woods með 35 stig og 18 fráköst, Austin Bracey 13 stig, Sigurður Á Þorvaldsson 10, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 9 og Sveinn Arnar Davíðsson 8.

 

Í næstu umferð sem fram fer nk. fimmtudagskvöld fær Skallagrímur Njarðvíkinga í heimsókn og Snæfell Tindastól.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is