27. febrúar. 2015 03:34
Framhaldsskólakennarar í ríkisreknum framhaldsskólum og Tækniskólanum felldu í dag nýtt vinnumat. Vinnumatið var hinsvegar samþykkt í Verzlunarskóla Íslands og Menntaskóla Borgarfjarðar. Allsherjaratkvæðagreiðslu um vinnumat Félags framhaldsskólakennara og Félags stjórnenda í framhaldsskólum lauk á hádeginu í dag en atkvæðagreiðslan hófst sl. mánudag. Kjarasamningur félagsmanna í Félagi framhaldsskólakennara og Félagi stjórnenda í framhaldsskólum eru því lausir frá og með deginum í dag og því kemur ekki til þeirra launahækkana sem framundan voru. Þetta á þó ekki við félagsmenn FF og FS er starfa í Verzlunarskóla Íslands og Menntaskóla Borgarfjarðar.