Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Fjórði Týsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
02. mars. 2015 08:01

Skálmöld Einars er næsta frumsýning í Landnámssetrinu

Föstudaginn 6. mars klukkan 20 verður Skálmöld Einars Kárasonar frumsýnd á Sögulofti Landnámssetursins í Borgarnesi. Fyrir jólin kom út skáldsagan Skálmöld eftir Einar en hún er fjórða og síðasta bókin í bókaflokki hans sem byggður er á Íslendingabók Sturlu Þórðarsonar.  Skálmöld er þó efnislega fyrst í röðinni og fjallar um uppgang Sturlu Sighvatssonar og dramatísk örlög hans, föður hans og bræðra og endalokin með Örlygsstaðabardaga.  Skálmöld er skrifuð sem eintöl fjölda persóna, karla og kvenna, sem upplifðu þennan viðburðaríka tíma.  Í sýningunni segir Einar þessa sögu eins og hann setur hana fram í bókinni en hann stendur ekki einn á sviðinu heldur hefur hann dóttur sína Júlíu Margréti sér til fulltingis. Saman segja þau feðgin söguna með mismunandi röddum. Þessi stórkostlegu örlög, ris og fall fjölskyldu á Sturlungaöld.

 

 

Allt frá frumsýningu á sýningu Benidikts Erlingsonar Mr. Skallagrímsson sem frumsýnd við opnun Landnámsseturs í maí 2006 hafa sýningar þar sem höfundur flytur sitt eigið, efni oftast einn, notið mikilla vinsælda. Mr. Skallagrímsson var sýnd fyrir fullu húsi í þrjú ár og næsta sýning Brák eftir Brynhildi Guðjónsdóttur sló líka eftirminnilega í gegn. Báðar hlutu þessar sýningar tvenn Grímuverðlaun – fyrir besta handrit og besta leik í aðalhlutverkum. Sigríður Margrét Guðmundsdóttir hjá Landnámssetrinu segir að þau kalli þetta form gjarnan “Hinn talandi höfund,” því í öllum tilfellum fer flytjandinn með sitt eigið efni. „Sýningarnar á Söguloftinu eru nú að nálgast annan tuginn og meðal flytjenda hafa verið Gísli Einarsson sem samdi sýningu sem hann kallaði Mýramanninn, Gunnar Þórðarsson sem sagði sögurnar á bak við lögin sín og flutti nokkur þeirra, Jón Gnarr og Ari Eldjárn með skemmtisögur, Þór Tulinius sem sagði sögu Þorgeirs Ljósvetningagoða og kristnitökunnar í sýningunni Blótgoðar svo aðeins nokkur dæmi séu tekin. En það er Einar Kárason sem á metið, hann hefur fjórum sinnum áður stigið á stokk flutt efni eftir sjálfan sig á Söguloftinu. Einu sinni reyndar með KK með sér enda var hann þar að segja sögu KK sem flutti lög sem innblásin voru af atburðum í lífi hans. Og nú er “hinn talandi höfundur” semsagt kominn aftur með dóttur sinni Júlíu Margréti til að segja okkur nýjustu skáldsögu sína Skálmöld,“ segir Sigríður Margrét.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is