02. mars. 2015 10:53
Á vegum á Vesturlandi er mikið til autt á láglendi eða hálkublettir. Hálka er hins vegar á flestum fjallvegum. Strekkingsvindur er við Hafnarfjall og í Staðarsveit á Snæfellsnesi, en nú dregur úr vindi og eru um 25 m/sek í hviðum. Meðfylgjandi mynd var tekin á Bröttubrekku síðdegis í gær, en þar er nú talsverður snjór. Hálka er á heiðinni.