Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
02. mars. 2015 05:28

Mottumars kynntur um borð í Helgu Maríu

Mottumars, árvekni- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélagsins í baráttunni gegn krabbameini hjá körlum, er formlega hafið í áttunda skipti. Átakið var kynnt um borð í ísfisktogaranum Helgu Maríu í Reykjavíkurhöfn í dag, en Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi eru aðalstyrktaraðili Mottumars í ár og næstu tvö ár.  Jakob Jóhannsson formaður stjórnar Krabbameinsfélags Íslands segir að sérstök áhersla sé nú lögð á umræðu og fræðslu um leit að ristilkrabbameini og er slagorð átaksins „Hugsaðu um eigin rass“.

 

 

Ristilkrabbamein er eitt algengasta krabbamein hjá körlum hér á landi en á hverju ári greinast rúmlega 70 karlar með þetta krabbamein. Nýgengi hefur verið að aukast, einkum hjá körlum en ristilkrabbamein er eitt af fáum krabbameinum sem unnt er að greina á forstigi og byrjunarstigi. Með skipulagðri leit má því fækka sjúkdómstilfellum verulega og bjarga mannslífum. Mikilvægt er því að þekkja einkennin og þeir sem eru 50 ára og eldri ættu að ræða við sinn lækni um leit að ristilkrabbameini.

Ár hvert greinast um 750 íslenskir karlar með krabbamein. Í marsmánuði er lögð áhersla á að hver og einn getur gert ýmislegt til að draga úr líkum á að fá krabbamein, til dæmis með því að reykja ekki, hreyfa sig reglulega, borða hollan og fjölbreyttan mat, takmarka neyslu áfengis og varast óhófleg sólböð. Því fyrr sem sjúkdómurinn greinist, því meiri líkur eru á lækningu.

Á vefsíðunni mottumars.is eru upplýsingar um átakið og einnig er þar margvíslegt fræðsluefni um karla og krabbamein.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is