Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
03. mars. 2015 08:01

Nýir eigendur taka við Omnis verslun Akranesi

Nú í byrjun mars tóku nýir eigendur við rekstri verslunar Omnis á Akranesi. Það er Ingþór Bergmann Þórhallsson og kona hans Jóhanna Sigurvinsdóttir sem nýlega festu kaup á verslunarhluta Omnis á Akranesi. „Við erum með nýtt félag sem tekur við þessum rekstri líkt og gert hefur verið með verslunarhluta Omnis í Borgarnesi og Reykjanesbæ en okkar heitir Omnis Verslun Akranesi ehf. Við stefnum að því að vera með sama vöruframboð og var hér í versluninni áður, allavega til að byrja með, en því til viðbótar verðum við með söluumboð fyrir Ormsson. Áfram verður hér umboð fyrir TM og þjónustuumboð fyrir Símann og svo verða hér tölvuvörur frá öllum helstu birgjum,“ sagði Ingþór Bergmann í samtali við blaðamann Skessuhorns þegar hann var nýkominn til vinnu í Omnis Verslun Akranesi í gær.

 

 

„Við stöndum ein að þessu þannig að hér er að verða til fjölskyldufyrirtæki sem ætlar að standa fyrir persónulegri og góðri þjónustu. Áherslan verður á ríka og mikla þjónustulund með góðum og traustum vörumerkjum,“ segir Ingþór. Hann er ekki ókunnugur verslunarrekstri á Skaganum, var meðal annars verslunarstjóri N1 til nokkurra ára en hefur undanfarið starfað sem viðskiptastjóri hjá N1 en hefur nú látið af því starfi. Í Omnis Verslun Akranesi mun starfa að hluta til sama fólk og var fyrir en Ingþór mun sjá um daglegan rekstur. Þess má einnig geta að þrátt fyrir að Upplýsingatæknifélagið Omnis hafi selt verslunarhlutann verður það áfram með þjónustustarfsemi í upplýsingatækni og tölvuþjónustu á Akranesi.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is