04. mars. 2015 09:01
Á fundi byggðarráðs Borgarbyggðar nýverið var lögð fram umsókn nýstofnaðs mótokrossfélags um landssvæði ásamt beiðni um viðræður við umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd. Jafnframt var lögð fram umsögn UMSB um umsóknina þar sem eindregið er mælt með því að Borgarbyggð taki jákvætt í erindið og að fundið verði svæði fyrir félagið sem allra fyrst. Byggðarráðs samþykkti að vísa umsókn mótokrossfélagsins ásamt beiðni um viðræður til umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefndar.