Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Fjórði Týsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
04. mars. 2015 11:37

Sveitarstjóri Hvalfjarðarsveitar áréttar vegna fasteignagjalda

Skúli Þórðarson sveitarstjóri í Hvalfjarðarsveit vill af gefnu tilefni vegna umræðu meðal íbúa koma því á framfæri að sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar tók þá ákvörðun í desembermánuði síðastliðnum að lækka álagningu fasteignaskatts á A-hluta fasteigna í sveitarfélaginu á árinu 2015 frá því sem var á árinu 2014. „Allt íbúðarhúsnæði, útihús í sveitum, hlunnindi, sumarhús og fleira falla undir A-hluta fasteigna þar sem álagningarhlutfall fasteignaskatts var lækkað úr 0,47% af fasteignamati umræddra eigna í 0,44%. Álagningarhlutfall fasteignaskatts á B- og C- hluta fasteigna er óbreytt frá árinu 2014. Á sama tíma ákvað sveitarstjórnin að hækka álagningu lóðarleigu í Melahverfi úr 1,25% í 2,0% af fasteignamati lóða.“

 

 

Skúli segir í yfirlýsingu sinni að þannig sé fasteignamat fasteigna og lóða á hverjum tíma haft til viðmiðunar um álagningu fasteignaskattsins, en það er sjálfstætt mat sem fasteignaskrá Þjóðskrár Íslands framkvæmir árlega og sveitarfélögin í landinu geta ekki stjórnað eða haft bein áhrif á. Önnur fasteignatengd gjöld eins og hreinsunargjald rotþróa, sorphirðugjald og sorpeyðingargjald hafa tekið breytingu í samræmi við þróun vísitölu neysluverðs milli áranna 2014 og 2015 en álagning þeirra gjalda hefur ekki verið aukin, segir Skúli.

 

„Nú þegar álagningarseðlar fasteignaskatts og fasteignatengdra gjalda vegna ársins 2015 hafa verið sendir fasteignaeigendum í Hvalfjarðarsveit er nauðsynlegt að ofangreint sé haft í huga. Fasteignaeigendur í Hvalfjarðarsveit eru hvattir til að hafa samband við skrifstofu sveitarfélagsins í síma 433-8500 eða á netfangið kristjana@hvalfjardarsveit.is óski þeir skýringa á álagningu fasteignaskatts eða fasteignatengdra gjalda ársins 2015,“ skrifar Skúli Þórðarson.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is