05. mars. 2015 06:01
Á Vesturlandi var 44 kaupsamningum um fasteignir þinglýst í nýliðnum febrúarmánuði. Þar af var 21 samningur um eign í fjölbýli, 11 samningar um eignir í sérbýli og 12 samningar um annars konar eignir. Heildarveltan var 897 milljónir króna í þessum viðskiptum og meðalupphæð á samning 20,4 milljónir króna. Af þessum 44 voru 23 samningar um eignir á Akranesi. Þar af voru 16 samningar um eignir í fjölbýli, sex samningar um eignir í sérbýli og einn samningur um annars konar eign. Heildarveltan var 582 milljónir króna og meðalupphæð á samning 25,3 milljónir króna.
Til samanburðar var 70 samningum þinglýst í febrúar á Norðurlandi, 15 á Austfjörðum, 40 á Suðurlandi, 47 á Reykjanesi og 12 á Vestfjörðum. Miðað við höfðatölu voru því fleiri viðskipti á Vesturlandi en í öðrum landshlutum.