Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Fjórði Týsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
06. mars. 2015 06:01

Heiðar Lind tekur við ritun sögu Borgarness

Á fundi byggðarráðs Borgarbyggðar 26. febrúar síðastliðinn var Kolfinnu Jóhannesdóttur sveitarstjóra falið að ganga frá samningi við Heiðar Lind Hansson sagnfræðing um að halda áfram ritun sögu Borgarness. Þá höfðu þegar farið fram viðræður milli hans og ritnefndar um sögu Borgarness um að Heiðar tæki að sér ritunina, við skyndilegt fráfall Egils Ólafssonar blaðamanns sem var kominn vel í gang með verkið. Heiðar Lind mun hafa aðstoðað frænda sinn við þá vinnu og fannst því ritnefndinni vel til fundið að fá Heiðar Lind til að taka við verkinu. Heiðar hefur að undanförnu unnið að efnisöflun og undirbúningi vegna væntanlegrar ritunar sögu Samskipa. Þar áður var hann blaðamaður á Skessuhorni en sinnti um tíma fyrir það kennslu við Menntaskóla Borgarfjarðar. Heiðar Lind er borinn og barnfæddur Borgnesingur og þekkir prýðilega til sögu byggðarlagsins.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is