Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. mars. 2015 08:01

Hvalur stækkar kjötvinnslu í Hvalfirði og hættir hvalskurði á Akranesi

Á fundi sveitastjórnar Hvalfjarðarsveitar í síðustu viku var samþykkt byggingarleyfi fyrir Hvalstöðina um byggingu 270 fermetra viðbyggingar við kjötvinnsluna í hvalstöðinni í Hvalfirði. Um er að ræða stálgrindarhús með yleiningum. „Það verður ekki stundaður hvalskurður á Akranesi í sumar. Vinnslan færist inn í Hvalfjörð,“ segir Gunnlaugur Fjólar Gunnlaugsson stöðvarstjóri Hvals hf. í Hvalfirði í samtali við Skessuhorn. Með þessu er ljóst að vinnslu hvalkjöts á Akranesi er lokið hvað sem síðar verður. Hún á sér áratuga langa sögu, nánast jafn langa og hvalstöðvarinnar sem hefur verið rekin með hléum síðan árið 1948.

 

 

 

Hvalskurður á Akranesi hefur skapað tugi starfa yfir sumartímann. Líklega verður bætt við stöðugildum í hvalstöðinni til að mæta aukinni vinnslu þar, en óljóst á þessari stundu hve mörg störf það gætu orðið. Síðustu vertíðar hefur hvalskurður verið stundaður í húsakynnum HB Granda á Akranesi. Það er hluti hins svokallaða Heimaskagahúss sem notað hefur verið til þessa. Þetta húsnæði er á öðrum árstímum notað fyrir fiskvinnslu svo sem frystingu loðnuhrogna þar sem mjög strangar reglur gilda. Það hefur löngum verið ljóst að kjötvinnsla færi ekki saman við fiskvinnslu í einu og sama húsnæðinu þó hvorutveggja væri stundað á ólíkum árstímum.

 

Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar hefur einnig samþykkt tilmæli í bókun umhverfis,- skipulags og náttúruverndarnefndar til landeiganda að láta deiliskipuleggja svæði hvalstöðvarinnar til atvinnureksturs. Þónokkrar framkvæmdir hafa staðið yfir við hvalstöðina í vetur og fjöldi manna haft þar atvinnu við endurbætur og uppbyggingu. Meðal annars hefur verið byggt nýtt og fullkomið hús fyrir búningaaðstöðu og aðstöðu fyrir starfsmenn til að hægt væri að fylgja nútíma kröfum og reglum sem tengjast því að þarna er stunduð matvælavinnsla. Af þeim framkvæmdum má sjá að hvalveiðar verða áfram stundaðar sem fyrr þó vinnslu verði nú hætt á Akranesi.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is