Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. mars. 2015 10:52

Stefnt að stækkun og fjárfestingu fyrir tíu milljarða hjá Norðuráli

Hjá Norðuráli er í undirbúningi að hefja framleiðslu á svokölluðum boltum eða börrum á Grundartanga. Sú framleiðsla kallar á tíu milljarða króna fjárfestingu og stækkun húsnæðis um sjö þúsund fermetra. Aðalkostnaðurinn í umræddri fjárfestingu felst í því að breyta formi unnins ál úr hleifum í bolta eða barra. Stækkun húsnæðis myndi meðal annars þýða stækkun steypuskála. Í Fréttablaðinu í dag var haft eftir Ragnari Guðmundssyni forstjóra Norðuráls að forsvarsmenn fyrirtækisins teldu þetta tækifæri til að auka verðmæti framleiðslunnar og bæta samkeppnisstöðuna til lengri tíma. Unnið væri að verkfræðilegum undirbúningi, að meta kostnað og hanna verkefnin en endanleg ákvörðun lægi ekki fyrir. Ragnar sagði ennfremur að á síðasta ári hafi  verið tekin ákvörðun um framleiðslu á melmi, sem eru álblöndur. Hófst sala á þeim í ársbyrjun og er áætlað að selja 50 þúsund tonn af melmi á ári.

Ragnar segir að melmið sé meðal annars nýtt mikið til framleiðslu á bílfelgum og með framleiðslunni á melminu geti nú framleiðendur fengið hráefnið beint frá fyrirtækinu. Norðurál hafi verið að selja ál til bílaframleiðslu, meðal annars Mercedes Bens í gegnum millilið.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is