Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. mars. 2015 12:30

Sjónvarp Skessuhorns: Linnulaus mokveiði á þorski í Breiðafirði

Ekkert lát er á mokveiðinni sem hefur verið í Breiðafirði undanfarið. Á þriðjudaginn var sannkallaður landburður af þorskafla í öll veiðarfæri. Dragnótabátar veiddu firnavel. Sveinbjörn Jakobsson SH kom með 45 tonn að landi. Þar af veiddust 25 tonn í einu kasti. Steinunn SH var einnig með 45 tonn sem fengust í tveim köstum. Egill SH var með 30 tonn, Rifsari SH með 30 tonn og aðrir aðeins minni afla.

Línubátar voru einnig með mjög góðan afla. Kristinn SH fékk 26,5 tonn á 48 bala og fór strax aftur til veiða að löndun lokinni. Tryggvi Eðvarðs SH var með 41 tonn í tveimur löndunum. „Það tók okkur alls 30 tíma að ná þessum afla. Allur fiskurinn var í stærra lagi. Nú er bræla framundan og það gefur okkur færi á að fá smá hvíld eftir þessa miklu törn,“ sagði Arnar Laxdal skipstjóri á Tryggva Eðvarðs í spjalli við fréttaritara Skessuhorns.

Netabátar hafa einnig fiskað afar vel í sín veiðarfæri og fékk Bárður SH 25 tonn á þriðjudaginn. Fiskgengdin á miðunum er slík að þessir bátar láta netin liggja stuttan tíma og taka þau svo í land að róðri loknum.

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is