Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Fjórði Týsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. mars. 2015 11:42

Höfrungur III AK fékk torkennilegan hlut í trollið

Frystitogarinn Höfrungur III AK 250, sem er í eigu HB Granda, fékk grunsamlegan hlut í botnvörpuna þar sem skipið var að veiðum í Grindavíkurdýpi. Þessi hlutur líkist tundurskeyti en gæti þó verið eitthvað annað.

 

Ævar Jóhannsson skipstjóri á Höfrungi III hafði samband við Landhelgisgæsluna. "Þeir sögðu okkur að koma strax með þetta í land. Það var ófært inn í Grindavíkurhöfn svo við fórum inn í Helguvík. Þar beið Landhelgisgæslan komu okkar og þetta var híft í land," sagði Ævar í samtali við Skessuhorn nú laust fyrir miðnætti. Togarinn var þá farinn út aftur og var staddur við Garðskaga.

 

Ekki er enn ljóst hvort um tundurskeyti er að ræða. Hluturinn er um 3,5 metrar á lengd.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is