Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Þórsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
06. mars. 2015 11:09

Grillhúsið opnað í Borgarnesi á morgun

Nýr veitingastaður verður formlega opnaður í Borgarnesi á morgun, laugardag. Það er fyrirtækið Grillhúsið sem rekið hefur veitingastaði í Reykjavík í 23 ár sem færir með þessu kvíarnar út á land og setur á fót nýtt Grillhús þar sem hingað til hefur verið rekinn sölu- og veitingaskálinn Stöðin. „Fyrsti veitingastaðurinn okkar var settur upp í Tryggvagötu í Reykjavík og er það enn. Síðan opnuðum við árið 2010 stað í húsinu þar sem áður var veitingastaðurinn Sprengisandur við Bústaðaveg. Nú er röðin komin að Borgarnesi,“ segir Þórður Bachmann annar eigenda Grillhússins í samtali við Skessuhorn.

 

 

 

Sama „konsept“ og í bænum

Þórður segir að veitingareksturinn í Borgarnesi verði með sama sniði og fyrirtækið hefur haft í Reykjavík. „Hér verður svo til sami matseðill og við erum með á stöðunum fyrir sunnan. Við verðum með forrétti, smárétti og létta rétti. Síðan bjóðum við upp á fisk, steikur, rif, kjúklingaspjót, lambaspjót og ágætt úrval af hamborgurum og samlokum. Þetta verður allt undir nafni og merkjum Grillhússins. Skeljungur sem var áður með rekstur hér í húsinu hættir því en verður áfram með eldsneytissölu. Við tökum hins vegar við versluninni hér og verðum svo með veitingar í sal. Hann hefur verið innréttaður alveg upp á nýtt. Þar verður pláss fyrir 70 manns,“ segir Þórður.

Grillhúsið í Borgarnesi verður að sögn Þórðar opið meira og minna alla daga ársins. „Húsið, það er verslunin, verður opnuð um níuleytið en veitingasalan sjálf klukkan 11. Síðan verður lokað klukkan 22 á kvöldin og 23 um helgar. Við byrjum að minnsta kosti svona og sjáum svo til.“

 

Opna á morgun

Reiknað er með að um 20 manns starfi á Grillhúsinu, bæði í heilum störfum og hlutastörfum. Rekstrarstjóri verður Eva Karen Þórðardóttir. „Við erum að tala um 12 – 14 stöðugildi hér í það heila. Alls erum við með um 80 – 90 manns á launaskrá í fyrirtækinu. Við vonum bara að heimamenn og ferðalangar taki vel í þessa nýbreytni. Reynsla okkar úr Reykjavík sýnir að umferðin er mest á matmálstímum og svo um helgar. Við verðum með ýmsa rétti í hádegistilboðum og helgarbröns. Svo höfum við hefð fyrir því að gera alltaf eitthvað sérstakt fyrir afmælisbörn á öllum aldri sem hingað koma.“

 

Grillhúsið í Borgarnesi verður opnað með pompi og prakt á morgun, laugardag. „Börnin fá frítt að borða hjá okkur, hingað kemur töframaður og það verða blöðrur og fleira gaman. Síðan verður boðið upp á forréttasmakk. Svo verður afsláttur hér á eldsneyti fyrir korthafa. Það verður líf og fjör hér fram eftir deginum,“ segir Þórður Bachmann.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is