Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Þórsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
06. mars. 2015 12:56

Staða Vesturlandsliðanna slæm eftir úrslit gærdagsins

Bæði Vesturlandsliðin í Dominosdeild karla í körfubolta töpuðu leikjum sínum í gærkveldi þegar flestir leikja tuttugustu umferðar og þeirrar þriðju síðustu í deildinni fóru fram. Bæði lið léku á heimavelli. Snæfell fékk Tindastól í heimsókn í háspennuleik í Hólminum þar sem gestirnir náðu að tryggja sér sigur á lokastundu, 80:77. Skallagrímsmenn fengu Njarðvíkinga í heimsókn og þar unnu Suðurnesjamenn öruggan 108:96 sigur. Úrslit leikjanna þýða að staða Vesturlandsliðanna er orðin fremur vonlítil í deildinni. Bæði lið þurfa að sigra í tveimur síðustu leikjum sínum í deildinni og treysta á hagstæð úrslit í öðrum leikjum. Skallagrímur til að halda sæti sínu í deildinni og Snæfell til að komast í átta liða úrslit. Snæfell er í níunda sæti með fjórum stigum minna en liðin sem eru í sjötta til áttunda sæti deildarinnar, Keflavík, Þór Þorlákshöfn og Grindavík.

Leikur Snæfells og Tindastóls var hnífjafn allan tímann. Ef ekki var jafnt skiptust liðin á forustunni og munurinn aldrei mikill. Þannig var Tindastóli einu stigi yfir eftir fyrsta leikhluta og Snæfell einu stigi yfir í hálfleik, 34:33. Snæfell var síðan stigi yfir fyrir lokafjórðunginn 59:58. Snæfell var líka einu stigi yfir þegar hálf önnur mínúta var eftir, 77:76. Tindastólsmenn voru sterkari í blálokin, skoruðu fjögur síðustu stigin og sigruðu 80:77. Hjá Snæfelli var Chris Woods atkvæðamestur með 29 stig og 13 fráköst, Sigurður Á Þorvaldsson 13 stig, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 9, Sveinn Arnar Davíðsson og Óli Ragnar Alexandersson 8 stig hvor og aðrir minna.

 

 

Skallagrímsmenn héldu í við gestina frá Njarðvík fyrstu mínútur leiksins en síðan ekki söguna meir. Tólf stigum munaði á liðinum eftir fyrsta leikhluta og heimamenn voru síðan að elta allan leikinn án þess að vera líklegir til að ná yfirhöndinni og sigra. Sjö stigum munaði á liðnum í hálfleik 53:46 fyrir Njarðvík. Svipaður munu hélst síðan áfram í byrjun seinni hálfleiks og ellefu stigum munaði fyrir lokafjórðunginn en þá var staðan 80:69 fyrir Njarðvík sem unnu eins og áður segir öruggan sigur 108:96. Hjá Skallagrími var Páll Axel Vilbergsson með 24 stig, Sigtryggur Arnar Björnsson 23, Magnús Þór Gunnarsson 16, Tracy Smith 15 og aðrir minna.

 

Í næstu umferð sem fram fer nk. mánudag sækir Snæfell Keflvíkinga heim og Skallagrímsmenn fara í Breiðholtið og mæta ÍR.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is