Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
07. mars. 2015 12:24

Rúta full af börnum valt á afleggjaranum upp að Hótel Glym og Vatnaskógi

Rúta með börn á grunnskólaaldri á leið í skákbúðir í Vatnaskógi valt um hádegisbilið á afleggjaranum upp að Hótel Glym Vatnaskógi í Hvalfirði.  

 

Alls voru 44 í rútunni, þar af tæplega 40 börn. Sex börn voru flutt á sjúkrahús. Þau voru ekki talin alvarlega slösuð en flutt þangað til frekari skoðunar. Aðrir úr rútunni voru flutt til Reykjavíkur þar sem áfallateymi mun taka á móti þeim í Rimaskóla. Börnin urðu skelkuð en munu nú hafa róast. Flestir farþega gátu gengið frá rútunni upp að Hótel Glym þar sem tekið var á móti þeim.

 

Skessuhorn hafði samband við Hólel Glym skömmu eftir slysið en þar mátti fólk ekki vera að því að tala við fjölmiðla vegna annríkis. "Fljúgandi hálka er í brekkunni og varla stætt," sagði blaðamaður Skessuhorns sem kom á vettvang skömmu eftir slysið. Sjúkrabílar áttu í vandræðum að komast niður brekkuna vegna hálku.

 

Veður var gott á slysstað, lítilsháttar él en logn og hitastig við frostmark. Eftir að fólk hafði bjargast úr rútunni og sjúkrabílar farnir var settur sandur og salt á afleggjaran svo hann yrði greiðfærari. Rútan liggur enn þar sem hún valt og bíður þess að verða fjarlægð.

 

Fréttin verður uppfærð eftir tilefnum. Ljósmyndum af vettvangi er bætt í möppuna hér fyrir ofan um leið og þær berast. Þar má skoða fjölda ljósmynda sem sýna aðstæður á slysstaðnum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is