Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
09. mars. 2015 06:01

Taka afstöðu gegn sölu áfengis í matvöruverslunum

Áfengisfrumvarpið svokallaða var afgreitt út úr allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis um síðustu mánaðamót og mun það því koma til umræðu í þinginu. Styrr hefur staðið um málið í áraraðir og var þess vænst að málið yrði „svæft“ á þessu þingi, en það hefur verið fast í nefndinni um nokkurt skeið. Athygli vekur að undir nefndarálitið sem fylgdi málinu skrifuðu einungis tveir aðalmenn af níu í nefndinni. Guðbjartur Hannesson, þingmaður Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi og nefndarmaður í allsherjar- og menntamálanefnd vakti athygli á málinu á þingi undir liðnum fundarstjórn forseta, þegar ljóst var að málið yrði afgreitt úr nefndinni. Guðbjartur sagði að setið hefði verið um það í nefndinni að taka málið á dagskrá og afgreiða það þaðan út þegar ákveðnir aðalmenn væru ekki til staðar. Þar var fjarvera Elsu Láru Arnardóttur alþingismanns Framsóknar í Norðvesturkjördæmi tilgreind, en Elsa Lára hefur verið á móti sölu áfengis í matvöruverslunum.

 

 

Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum eru í hópi fjölmargra sem lýst hafa einarðri afstöðu gegn sölu áfengis í matvöruverslunum. Þau lýsa yfir furðu sinni á þessum framgangi málsins á Alþingi. Foreldrasamtökin skora á alla þingmenn, sem láta sig málefni barna og ungmenna varða, að fella þetta frumvarp. Í því felist raunverulegir hagsmunir barna og ungmenna í landinu en ekki ítrustu viðskiptahagsmunir eins frumvarpið um „Bónusvæðingu“ áfengis gerir ráð fyrir.

 

"Miskunnarlaust frumvarp"

Meðal þeirra sem tjáð hafa sig um málið er Kári Stefánsson, læknir og forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Hann segir áfengisfrumvarpið miskunnarlaust og verði það samþykkt verði það á kostnað angistar þeirra sem eigi erfitt með að halda sig frá því. Það sé mjög ljótt. Þetta kom fram í viðtali við Kára í Morgunblaðinu. Kári lýsir sig alfarið andsnúinn áfengisfrumvarpinu og segir að í því sé reynt að halda því fram að áfengi sé ekki hættulegt en staðreyndin sé engu að síður sú að 12,5% þjóðarinnar búi við verri hag en ella vegna þess, séu ýmist alkahólistar eða skyldmenni alkahólista. „Þá á sama tíma og öllum er þetta ljóst þá leggur hópur þingmanna til að við seljum alkóhól í matvörubúð, vitandi það að löngunin í alkóhól tengist oft lönguninni í mat. Alkóhólistinn sem hefur tilhneigingu til að falla þarf ekki annað en að rétta út höndina til að ná í brennivín þegar hann verslar í matinn,“ segir Kári Stefánsson.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is