Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Fjórði Týsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
16. mars. 2015 12:35

Kynningarfundir um uppbyggingarsjóð og nýja sóknaráætlun

„Ég býst við að mikill tími á fundunum fari í að kynna nýja uppbyggingarsjóðinn. Þessum sjóði er fyrst og fremst ætlað að einfalda og samhæfa styrki til byggðaaðgerða í nýsköpun og menningarmálum á Vesturlandi eins og álíka sjóðum sem stofnaðir verða í öðrum landshlutum við gerð nýrrar sóknaráætlunar 2015-2019,“ segir Páll S Brynjarsson framkvæmdastjóri SSV í samtali við Skessuhorn. Páll segir að í sjóðinn fari fjárveitingar sem runnið hafa til Vaxtarsamnings Vesturlands og Menningarsamnings Vesturlands, sem var um 50 milljónir á síðasta ári. „Ég á von að fjármagn í sjóðinn verði svipað fyrst í stað og runnið hefur til þessa málaflokka síðustu árin,“ segir Páll. Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi standa á næstu dögum fyrir kynningarfundum um nýja sóknaráætlun Vesturlands og verður fyrsti fundurinn í dag. Í auglýsingu í Skessuhorni kemur fram að fundirnir verða haldnir í bæjarþingsalnum á Akranesi mánudaginn 16. mars kl. 17, Dalabúð þriðjudaginn 17. mars kl. 17:30, Fjölbrautaskóla Snæfellinga miðvikudaginn 18. mars kl. 16:30 og í Stjórnsýsluhúsinu Bjarnarbraut 8 í Borgarnesi sama dag klukkan 20.

Í auglýsingu vegna fundanna segir meðal annars að móta þurfi framtíðarsýn fyrir Vesturland, skilgreina átaksverkefni og stofna Uppbyggingarsjóð Vesturlands. Úr sjóðnum verður úthlutað styrkjum til nýsköpunar í atvinnulífi og menningarmála og kemur hann í staðinn fyrir Vaxtarsamning Vesturlands og Menningarsamning Vesturlands.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is