Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. mars. 2015 01:02

Víða á Vesturlandi voru ragmagnstruflanir í gær

Til útsláttar kom á flutningslínum raforku um Vesturland í óveðrinu í gær. Línur slitnuðu á tveimur stöðum við Fáskrúðarbakka á Snæfellsnesi og Efri-Hrepp í Skorradal. Rafmangsleysisins gætti lengst á sunnanverðu Snæfellsnesi. Laugargerðislína slitnaði við Fáskrúðarbakka og rafmagnið komst ekki á fyrr en liðið var á þriðja tímann í nótt. „Við vorum nýbúin að mjólka og það var áreiðanlega stórt svæði hérna í kringum okkur án rafmagns, hvergi ljós að sjá,“ sagði Svanur Guðmundsson bóndi í Dalsmynni í samtali við Skessuhorn. Í Skorradal fór rafmangið af um klukkan sjö um kvöldið vegna slits á línu við Efri-Hrepp. Það komst ekki á aftur fyrr en um hálfellefu leytið í fremri hluti hreppsins og hafði skömmu áður komist á neðri hluta svæðisins. Ólafsvíkurlína sló út um áttaleytið og íbúar á norðanverðu Snæfellsnesi; á Hellissandi, í Rifi og Ólafsvík voru margir án rafmagns í um tvo tíma. Vogaskeiðslína sem Grundfirðingar fá rafmagns frá sló einnig út en það gerðist stuttu eftir að byrjað var að setja inn rafmagn frá dísilvél í Ólafsvík. Grundfirðingar urðu við það rafmagnslausir í tvígang, í örfáar mínútur í hvort skiptið.

 

 

Björn Sverrisson hjá Rarik á Vesturlandi segir að samsláttur á línum og selta á línum og spennum hafi verið að torvelda. Það sé meðal annars talin ástæða fyrir því að til að byrja með hélst ekki línan inni fram í Skorradal. Björn sagði að núna í dag yrði yfirfarin línan yfir Fróðárheiði þar sem óttast væri að hún hefði orðið fyrir einhverjum skemmdum í veðrinu þótt hún hafi ekki slitnað. Einar Einarsson hjá Landsneti segir að útslátturinn hafi í raun byrjað klukkan hálf fimm í gærdag þegar Vatnshamarslína við Borgarnes sló út. Það olli þó ekki rafmagnsleysi þar sem línan fylgir hringtengingu. Vatnshamarslínu tókst síðan að koma inn tæpum klukkutíma síðar. „Þetta var sjálfsagt samsláttur vegna veðurhæðar meðan veðrið var að ganga norður fyrir og þá fékk Ólafsvíkurlínan að kenna á veðrinu,“ sagði Einar hjá Landsneti.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is