Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Fjórði Týsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. mars. 2015 01:13

Bættur búnaður í þreksal á Jaðarsbökkum

Að undanförnu hefur á vegum Íþróttabandslags Akraness verið unnið að því að bæta búnað og breyta skipulagi í þrekaðstöðunni að Jaðarsbökkum. Fjárfest hefur verið í nýjum tækjum og tæknibúnaði sem á að bæta aðstöðu í salnum verulega. Endurnýjunin hefur aðallega falist í því að sjö nýleg hlaupabretti með tölvuskjám voru keypt í stöðina og einnig tvö tæki sem kölluð eru fjölþjálfar. Von er á fleiri tækjum á næstunni og einnig verður aðstaða bætt í kjallara íþróttahússins við Vesturgötu, að sögn Sigurðar Arnars Sigurðssonar stjórnarformanns ÍA. Alls er áætlað að endurbæturnar kosti um sjö milljónir króna og eru þessar fjárfestingar þær mestu á vegum ÍA í líkamsræktarstöðinni í mörg ár.

 

 

„Við erum í miklu endurbótaferli og hefur skipulagi talvert verið breytt í þrekstöðinni til að koma inn nýju tækjunum sem taka meira rými en þau sem fyrir voru. Jafnframt erum við að taka út tæki sem minna eru notuð. Það er von okkar að allir verði sáttir við breytingarnar og aðstaðan nýtist sem flestum íþróttamönnum,“ segir Sigurður Arnar. Hann segir að með tölvuskjánum á hlaupabrettunum verði gestum í stöðinni veittur aðgangur að miklu fleiri sjónvarpsrásum en áður. Sigurður segir að við kaup á tækjunum hafi ekki verið gerð krafa um að notendur kæmust inn á netið, á facebook og geti notað appið, eins og nú er gerð krafa um í harðri samkeppni líkamsræktarstöðva.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is