Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Fjórði Týsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. mars. 2015 06:01

Stefnir að óbreyttu í lokun fiskmarkaða á Akranesi og í Stykkishólmi

Búið er að segja upp starfsmönnum Fiskmarkaðs Íslands bæði á Akranesi og í Stykkishólmi. Ljós er að mörkuðunum verður lokað þar á vordögum nema breytingar komi til í rekstrarumhverfi þeirra. „Það verður ekki haldið rekstri áfram á þessum stöðum að óbreyttu. Landanir og sala á fiski er einfaldlega of lítil bæði á Akranesi og í Stykkishólmi. Umsvifin á báðum stöðum eru komin niður fyrir hungurmörk fyrir þónokkru síðan. Við höfum reynt að halda í vonina um að úr rættist og forðast bæði uppsagnir og lokanir en nú er ljóst að ekki verður áfram haldið að óbreyttu. Annað hvort verða umsvifin á þessum mörkuðum að aukast eða rekstrarkostnaður þeirra að lækka. Við vonumst til að finna lausnir og ég veit að hið sama gildir bæði um samfélögin á Akranesi og í Stykkishólmi. En fari allt á versta veg þá gæti niðurstaðan orðið sú að báðir markaðir loki nú á vordögum,“ segir Páll Ingólfsson framkvæmdastjóri Fiskmarkaðar Íslands.

 

 

Páll ítrekar að hann vonist til að ekki komi til lokana og að nú fari einhver hjól af stað svo haldið verði í horfinu í von um betri tíð með blóm í haga. Hugsanleg lokun fiskmarkaðarins á Akranesi veldur nokkrum áhyggjum á Skipaskaga, ekki síst á meðal smábátasjómanna. Þeir sjá sína sæng upp breidda loki markaðurinn. Með því verði endanlega tekið fyrir smábátaútgerð frá Akranesi sem nú þegar standi höllum fæti. Faxaflóahafnir hafa einnig vilja til þess að markaðinum verði haldið opnum enda Akraneshöfn skilgreind sem fiskihöfn. „Við höfum verið í viðræðum við Fiskmarkað Íslands og vonumst til að finna einhverja lausn. Ég hef trú á að hún finnist. Menn horfa meðal annars vonaraugum til þess að bolfisklandanir á vegum HB Granda aukist á Akranesi í náinni framtíð,“ segir Gísli Gíslason hafnarstjóri Faxaflóahafna.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is