Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
16. mars. 2015 09:01

Kári sigraði á fotbolti.net mótinu

Knattspyrnumenn í Kára á Akranesi mættu KB í úrslitaleik í fotbolti.net mótinu sem lauk fyrr í mánuðinum. Átta lið tóku þátt í mótinu sem var fyrsta mót fotbolti.net í c-deild, en í mótinu tóku þátt nokkur af sterkustu fjórðu deildarliðum landsins og nokkur sterk þriðju deildarlið. Káramenn kláruðu sinn riðil nokkuð örugglega og voru búnir að trygga sér toppsætið eftir aðeins tvo leiki og í leiðinni sæti í úrslitaleiknum.

 

 

Ljóst var í upphafi leiks að bæði lið voru mætt til að vinna bikarinn eftirsótta og voru bæði lið vel mönnuð og í fínu formi. Káramenn voru nokkuð meira með boltann í fyrri hálfleik, en KB beitti mjög hættulegum skyndisóknum. Úr einni skyndisókninni skoruðu KB fyrsta mark leiksins eftir klaufagang Káramanna og staðan 0-1, en Kwami Obaion Silva Santos skoraði mark KB. Káramenn héldu áfram að reyna að jafna fyrir hálfleik og þrátt fyrir nokkrar góðar tilraunir þá tókst það ekki og staðan 0-1 KB í vil í hálfleik. Það var ljóst að ræða Sigurðar Jónssonar þjálfara Káramanna hafði sitt að segja í hálfleik því eftir hlé mættu Káramenn mun beittari en áður til leiks og seinni hálfleikur var ekki nemar nokkurra mínútna gamall þegar Fjalar Örn Sigurðsson jafnaði fyrir Káramenn með góðu marki. Ekki leið á löngu þar til Káramenn náðu forystu í leiknum, en þá tók hægri bakvörðurinn Arnar Freyr Sigurðsson góða rispu og skoraði stórglæsilegt mark fyrir utan teig efst upp í fjær hornið, algjörlega óverjandi fyrir markvörð KB. Káramenn héldu svo áfram að sækja á meðan KB virtist gefa soldið eftir. Káramenn gerðu svo endanlega út um leikinn um miðjan seinni hálfleikinn þegar Aron Þorbjörnsson sem var nýkominn inná sem varamaður skoraði úr sinni fyrstu sendingu. Niðurstaðan sanngjarn 3-1 sigur Káramanna gegn sterku liði KB og fyrsti bikar félagsins staðreynd.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is