Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Fjórði Týsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. mars. 2015 09:40

Telja Borgarbyggð sitja eftir í samgöngumálum

Á síðasta fundi sveitarstjórnar Borgarbyggðar var samþykkt ályktun um samgöngumál. Sveitarstjórn leggur áherslu á að auknu fjármagni verði veitt í bundið slitlag á tengivegi og að hafnar verði framkvæmdir til uppbyggingar og viðhalds vega í sveitum héraðsins. Í ályktuninni segir að það sé orðið mjög aðkallandi að tryggja greiðari samgöngur íbúa með tilliti til aukinna atvinnutækifæra og þeirrar miklu fjölgunar ferðamanna sem framundan er.  „Borgarbyggð er eitt víðfeðmasta sveitarfélag landsins en tengivegir í Borgarbyggð eru samtals 263,4 km. Ef litið er til heildartalna yfir bundið slitlag í stoðvegakerfi landsins þá sýna tölur að einungis 4% af þessu slitlagi er í Borgarbyggð, eða 12 km. Þetta telur sveitarfélagið ekki ásættanlegt en uppbygging tengivega hefur ávallt verið forgangsmál í sveitunum og talin forsenda stækkunar atvinnusvæða og bættra búsetuskilyrða. Þá er um að ræða mikilvægan þátt í að tryggja aukið umferðaröryggi. Mikil uppbygging á sér stað til sveita í héraðinu í dag og er t.d. gert ráð fyrir mikilli fjölgun ferðamanna inn á svæðið strax í sumar. Sveitarstjórn telur ekki eðlilegt að eitt sveitarfélag sitji með þessum hætti eftir við uppbyggingu vega og skorar á ríkisvaldið að koma með myndarlegum hætti að uppbyggingu stoðvega í Borgarbyggð sem fyrst,“ segir í ályktun sveitarstjórnar Borgarbyggðar.  

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is