Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Fjórði Týsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. mars. 2015 04:00

Slógu aðsóknarmet á fræðslukvöldi um Arnarvatnsheiði

Í gærkveldi var haldið fræðslukvöld í Reykholti undir merkjum Fyrirlestra í héraði, menningarviðburða sem Snorrastofa hefur staðið fyrir um árabil. Nú bar svo við að slegið var aðsóknarmet þegar 131 gestur mætti til að hlýða á félagana Snorra Jóhannesson frá Augastöðum og Bjarna Árnason frá Brennistöðum segja frá náttúru Arnarvatnsheiðar og lífi og störfum á Heiðinni. Fyrra aðsóknarmet átti reyndar Snorri sjálfur frá því hann hélt fyrirlestur um tófuna fyrir um tveimur árum, en óhætt er að segja að þessi tvö þemu séu sérsvið Snorra, þótt fjölfróður sé. Efni fyrirlestrar þeirra Bjarna og Snorra snerti marga og féll vel að áhugasviði Borgfirðinga og annarra gesta sem farið hafa um Arnarvatnsheiði í áranna rás. Vafalaust skýrir það afburða mætingu, en þá var mörgum einnig kærkomið eftir stöðugan lægðagang og leiðinda tíð að undanförnu, að fara af bæ við þokkalegar öruggar aðstæður.

 

 

Á fyrirlestri sínum fóru þeir Snorri og Bjarni vítt og breytt um nytjar á Arnarvatnsheiði, landamerki, einkenni og sögu heiðarinnar. Þá var einnig sagt frá fæðingum, slysum og vegagerð, veiði að sumri og vetri og gangnaskálum og veiðihúsum. Meðal annars var því lýst þegar hrepparnir tóku heiðina fyrst á leigu til sauðfjárbeitar af bændum í Kalmanstungu á 19. öld.

 

Þá var lýst í myndum og máli síðustu sameiginlegu leit Borgfirðinga og Húnvetninga á heiðinni haustið 1948 áður en girt var milli sýslanna. Svo vel bar við á þeim tímamótum að Guðni Þórðarson frá Hvítanesi, tengdasonur frá Breiðabólsstað, var með í þessari tímamótaleit og ljósmyndaði þegar féð var aðskilið á Réttarvatnstanga. Þá tók Guðni þessa merkilegu mynd þegar fjallkóngar Húnvetninga og Borgfirðinga, Ágúst á Hofi og Jón í Geirshlíð, kvöddust með rembingskossi beint á munninn áður en hvor hópur hélt sína leið. Snorri gerði grín að því að þótt ekki væri nema fyrir afnám þessara rússnesku kveðjukossa, hefði afréttargirðingin fyrir sitt leyti réttlætt tilveru sína.

 

Eftir kaffihlé var boðið upp á fyrirspurnir og spjall. Umræðan barst að vötnunum fjölmörgu og silungsveiði, örnefnum og fleiru. Bjarni Árnason verkfræðingur frá Brennistöðum hefur haft óbilandi áhuga á Arnarvatnsheiði og meðal annars farið í göngur í áratugi. Hann hefur safnað saman og komið á kort örnefnum, nýjum og gömlum, hnitsett landamerki og örnefni og skráð ýmsar fleiri upplýsingar um Arnarvatnsheiði. Aðspurður segir Bjarni að hann muni leitast við að fá þessar upplýsingar staðfestar áður en kortið verður gert aðgengilegt eða það gefið út.

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is