Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Fjórði Týsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. mars. 2015 06:01

Borgfirsk jarðarber í búðir í næstu viku

Það er að verða vorlegt um að litast í gróðurhúsunum hjá ylræktarbændunum Einari Pálssyni og Kristjönu Jónsdóttur í Sólbyrgi í Borgarfirði. Þessa dagana eru þau að byrja að tína jarðarber úr klösunum og áætlað er að þau verði komin í verslanir í næstu viku. Bændur í Sólbyrgi hafa verið að þróa ræktun við raflýsingu síðustu þrjú árin og síðasta haust var ráðist í mikla fjárfestingu. Raflýsing til ræktunar er nú að mestu komin í stærsta húsið sem er um 3000 fermetrar. Einar í Sólbyrgi segir að markmiðið sé að koma með um fimm tonn af jarðarberjum á markaðinn í hverjum mánuði langt fram á haustið. „Við viljum helst verða með ný jarðarber fyrir næstu jól,“ sagði Einar í samtali við Skessuhorn.

 

 

Það er að langmestu leyti jarðarber sem ræktuð eru yfir vetrartímann í Sólbyrgi og hefur voruppskeran verið að færast fram um mánuð síðustu árin, reyndar um meira en mánuð þetta árið. Einar segir að í jarðarberjaræktuninni séu þau í grimmri samkeppni við innflutninginn. „Við teljum okkur hafa vinninginn í gæðum, ferskleika og hreinleika ræktunarinnar,“ segir Einar. Hann segir að enn sé þó ræktun jarðarberjanna við raflýsingu á tilraunastigi, þar sem þessi aðferð sé óhefðbundin. „Markmiðið er að vera með gæðaber utan hefðbundins ræktunartíma á Íslandi,“ segir Einar í Sólbyrgi.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is