Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Þórsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. mars. 2015 07:01

Góa er afsprengi frjálsra ásta Yrsu og Breka

Lítið folald kom í heiminn í fyrstu viku marsmánaðar á Skálpastöðum í Lundarreykjadal. Þetta ber til tíðinda þar sem mjög óvenjulegt er að hryssur kasti svo snemma árs. „Folaldið birtist ásamt móður sinni útúr hríðarkófinu þegar við vorum að gefa stóðinu hér úti. Við vissum að hryssan Yrsa væri fylfull en bjuggumst ekki við að hún myndi kasta fyrr en í lok mars eða byrjun apríl. Það var því ekkert farið að huga að henni þannig séð,“ sögðu þau Bjarni Guðmundsson og Hildur Jósteinsdóttir á Skálpastöðum þegar blaðamaður Skessuhorns leit þar við í síðustu viku. Þau hafa tekið að sér að vera með hross í hagagöngu að Skálpastöðum.

 

 

„Hryssan Yrsa var í tamningu í fyrravetur. Eigendurnir eru Alexander Hrafnkelsson og Ólöf Guðmundsdóttir hjá Hestasýn í Mosfellsbæ. Yrsa slapp óvænt úr stíu ásamt tveimur graðhestum og annar þeirra fékk hana. Við vitum hver það er. Hann heitir Breki. Það náðust myndir af ástarævintýrinu á eftirlitsmyndavélar í tamningastöðinni.“

Folald Yrsu reyndist hryssa og hún hefur fengið nafnið Góa eftir fornu heiti fæðingarmánaðar síns. „Hún er frekar smá en hefur dafnað ótrúlega vel. Ef folöldin komast á lappirnar og á spena þá þola þau nokkuð mikið volk. Móðir Góu er mjög góð og ljúf.“

 

Þær mæðgur eru nú hafðar á húsi fyrst um sinn á meðan næstu óveðurslægðir ganga yfir.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is