Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Fjórði Týsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. mars. 2015 11:38

Ætla að mótmæla tillögu að deiliskipulagi við Brákarsund

Íbúar sem búa í næsta nágrenni við Brákarsund í Borgarnesi hafa safnað undirskriftum um 50 íbúa sem búa næst torginu. Þar er mótmælt tillögu að nýju deiliskipulagi Brákarsunds, en frestur til að gera athugasemdir rennur út á mánudaginn. Verða undirskriftirnar afhentar í Ráðhúsi Borgarbyggðar um nónbil í dag. Skipulagið var kynnt á íbúafundi 11. mars síðastliðinn. Breytingarnar snúa einkum að því að minnka byggingamagnið á reitnum. Sigursteinn Sigurðsson arkitekt sagði í samtali við Skessuhorn síðasta miðvikudag að tillögurnar snúist um þann hluta svæðisins við Brákarsund sem nú er óbyggður. „Fyrra deiliskipulag gerði ráð fyrir fimm fjölbýlishúsum á reitnum en vegna mikillar andstöðu við þau áform var deiliskipulagið fellt úr gildi. Ég hef svo verið í samstarfi við þverpólitískan samstarfshóp og unnið að því að ná sátt um þetta svæði. Ég vinn mikið í samstarfi við fólk og hef gengið á milli hagsmunaaðila. Haldnir voru nokkrir íbúafundir og kallað eftir áliti íbúa og fyrirtækja á svæðinu. Mín þekking í hönnun á skipulagi og arkitektúr kemur svo þar ofan á og niðurstaðan er reitur með mjög minnkuðu byggingamagni og gert ráð fyrir torgi,“ sagði Sigursteinn.

 

 

 

Þrátt fyrir tillögur að minna byggingarmagni og lágreistari byggð telja íbúar í nágrenni Brákarsunds að nýjar tillögur geri ráð fyrir of miklu byggingamagni og að hæð húsa verði of mikil. Útsýni muni skerðast. Þorbjörg Þórðardóttir og María Guðmundsdóttir voru í hópi þeirra sem stóðu að söfnun undirskrifta. Ákveðið hafi verið að safna einungis mótmælum þeirra sem næst torginu búa. „Við fundum fyrir gríðarlega miklum meðbyr með því að mótmæla þessum tillögum og það skrifuðu allir undir sem náðist í. Þessar fimmtíu undirskriftir söfnuðust á fjórum tímum í gær. Þá voru margir fleiri úr efri byggðum Borgarness sem vildu sýna hug sinn með okkur. Við ákváðum hins vegar að þetta yrði einungis mótmæli þeirra sem mestra hagsmuna hafa að gæta að hér rísi ekki of þétt og háreist byggð. Þetta er fólk sem býr við Egilsgötu, Skúlagötu og Brákarsund,“ sagði Þorbjörg, oftast kölluð Dista, í samtali við Skessuhorn.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is